Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 09:30 Tolli Morthens leggur orð í belg þegar kemur að umræðu um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/ Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“ Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira