Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Standandi röð var allan daginn fyrir utan Dunkin' Donuts í gær. Vísir/Þórhildur Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um tólf þúsund kleinuhringir voru seldir í gær á opnunardegi fyrsta Dunkin‘ Donuts staðarins á Íslandi. Þá seldust rúmlega tvö þúsund drykkjareiningar en samkvæmt Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin‘ á Íslandi er óvanalegt að selt sé svo mikið af drykkjum á opnunardegi. „Við lokum klukkan tíu en það voru sjötíu og eitthvað manns í röðinni þegar ég lokaði þannig að við gerðum eins og er oft reglan hjá Dunkin‘, þá lokuðum við fyrir drykki og samlokusölu en allir sem voru í röðinni fengu að koma inn og kaupa kleinuhringi. Þess vegna vorum við ekki að loka fyrr en þrjátíu til fjörtíu mínútum síðar,“ segir Árni Pétur. Fólk hafði safnast saman í röð fyrir klukkan níu í fyrrakvöld og röðin hélst fram yfir lokun eins og fyrr segir. En komu þessar viðtökur á óvart? „Já kannski aðeins. Við áttum auðvitað von á góðum viðtökum, það hefur verið svo jákvætt viðmót á internetinu, á Facebook og Twitter og svo framvegis. Við áttum von a´því að það yrði mikil stemning fyrir opnuninni en þetta var aðeins meira en ég átti von á.“Kleinuhringir með íslenska fánanum voru í boði hjá Dunkin' Donuts í gær.Vísir/AtliNokkur þúsund kúnnar Hann segir að það sé ljóst að nokkur þúsund hafi komið og keypt sér kleinuhring, samloku eða drykk í gær en var ekki kominn með lokatölu yfir kúnna dagsins. „Við vorum að telja hérna af og til í dag, röðin gekk mjög hratt en það voru á tímabili hérna 200 til 220 manns í röðinni. Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ „Við vonumst eftir því að viðtökurnar verði áfram mjög góðar. Það er mikill spenningur, við finnum það, það er fólk hérna á glugganum á meðan ég tala við þig,“ segir Árni glettinn. „Við vonum að fólk sýni þessu áfram áhuga og eins voru viðtökurnar góðar. Það skiptir kannski öllu máli. Allir þeir sem komu í dag voru rosalega ánægðir með það sem þeir voru að fá hjá okkur. Við höfum ekki fengið neinn sem var ósáttur, hann hefur allavega ekki látið í sér heyra.“Margir Íslendingar beðið lengi Árni hælir starfsfólkinu í hástert. „Þetta er alveg með ólíkindum. Þau voru hér án þess að stoppa, þetta eru semsagt tvær vaktir. Þau varla settust niður allan tímann, rétt tóku smá pásu, fengu sér að borða og voru komin fram aftur. Unnu alveg óaðfinnanlega.“ Hann segir góða stemningu í hópnum. „Þau auðvitað átta sig á því að þetta er svolítið sérstakt að það sé verið að opna alþjóðlega kaffikeðju hérna.“ Fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir, og reyndar nokkrir til viðbótar vegna þess hve mikil stemning var í röðinni, fengu klippikort sem gefur handhafa frían kassa af kleinuhringjum á viku í heilt ár. „Það eru ótrúlega margir sem hafa kynnst þessu vörumerki í Bandaríkjunum. Annaðhvort í námi, sem au pair eða bara búið erlendis. Við erum að heyra frá ótrúlega mörgum, alveg frá ungum krökkum og upp í rígfullorðið fólk. Fullorðið fólk sem er að segja okkur að fyrir þrjátíu, fjörtíu árum hafi það verið í Bandaríkjunum, lært þar eða verið skiptinemi, þá fór það alltaf á Dunkin og hefur verið að vonast til þess í langan tíma að Dunkin myndi einhvern tímann komi til Íslands. Og þetta fólk stóð í röð.“Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13