Varasamt að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 20:15 Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn. Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn.
Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“