Varasamt að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 20:15 Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn. Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn.
Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54