Erlent

Aldrei fleiri skráðir í sumarbúðir í Útey

Atli Ísleifsson skrifar
Útey.
Útey. Mynd/AUF
Metfjöldi hefur skráð sig til þátttöku í sumarbúðum ungliðadeildar norska Verkamannaflokksins sem hefjast í Útey á föstudaginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðirnar eru haldnar í eynni síðan 69 manns voru skotnir til bana í hryðjuverkaárásinni þann 22. júlí 2011.

Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að búist sé við að rúmlega þúsund manns taki þátt í sumarbúðunum þetta árið.

Búið er að koma upp sérstökum minnisvarða í eyjunni um alla þá sem voru drepnir í árásinni 2011.

Minnisvarðinn um fórnarlömb árásarinnar 22. júlí 2011.Mynd/AUF



Fleiri fréttir

Sjá meira


×