Fótbolti

Aron orðinn leikmaður Werder Bremen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron er orðinn leikmaður Werder Bremen.
Aron er orðinn leikmaður Werder Bremen. vísir/getty
Aron Jóhannsson er orðinn leikmaður Werder Bremen en hann stóðst læknisskoðun hjá þýska liðinu í dag.

Hinn 24 ára gamli Aron gerði fjögurra ára samning við Bremen en talið er að kaupverðið sé í kringum fimm milljónir evra. Aron kemur frá hollenska liðinu AZ Alkmaar þar sem lék í tvö og hálft tímabil.

Bandaríska landsliðsframherjanum var úthlutað treyju númer níu en Aron birti mynd af sér með nýja búninginn á Twitter nú rétt í þessu.

Aron gæti leikið sinn fyrsta leik með Bremen þegar liðið tekur á móti Schalke 04 í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Aron nálgast Werder Bremen

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum hefur AZ Alkmaar samþykkt nýtt tilboð Werder Bremen í bandaríska landsliðsmanninn Aron Jóhannsson.

Aron fékk góð meðmæli frá aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins

Andreas Herzog, fyrrum leikmaður Werder Bremen og núverandi aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins, gaf Aroni Jóhannssyni góð meðmæli þegar hann þýska félagið spurði hann út í Aron en Aron gengur samkvæmt heimildum íþróttadeildar til liðs við Werder Bremen á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×