CCP kynnir nýjan tölvuleik fyrir farsíma Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2015 11:00 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni sem hefst á morgun, miðvikudag, í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC. Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á þessu ári, þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að prófa ýmsar leikjatilraunir CCP í sýndarveruleika í tilraunastofunum VR Labs. Í ljósi þeirra ákvæðu viðbragða sem prufuútgáfan, sem þá gekk undir nafninu Project Nemesis, fékk var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnis og úr varð fullgerður leikur; Gunjack. Gunjack er þróaður á skrifstofu CCP í Shanghai í Kína. Leikurinn gerist í EVE heiminum og býður spilurum upp á hraða og spennandi atburðarrás í fallegu og grípandi framtíðarumhverfi. „Markmið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leikinn fyrir Gear VR búnaðinn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spennandi og fallegan leik fyrir þennan nýja vettvang og og mögulegt er. - og við erum mjög stolt af útkomunni,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, CCP í Shanghai. „Við trúum því að sýndarveruleiki, VR, sé einn af lykilþáttum leikjaframleiðslu framtíðarinnar. Það mun ef til vill taka einhvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í fararbrodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frekari fótfestu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hverskonar upplifun hún getur fært notendum sínum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Leikjavísir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni sem hefst á morgun, miðvikudag, í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC. Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á þessu ári, þar sem ráðstefnugestum gafst kostur á að prófa ýmsar leikjatilraunir CCP í sýndarveruleika í tilraunastofunum VR Labs. Í ljósi þeirra ákvæðu viðbragða sem prufuútgáfan, sem þá gekk undir nafninu Project Nemesis, fékk var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnis og úr varð fullgerður leikur; Gunjack. Gunjack er þróaður á skrifstofu CCP í Shanghai í Kína. Leikurinn gerist í EVE heiminum og býður spilurum upp á hraða og spennandi atburðarrás í fallegu og grípandi framtíðarumhverfi. „Markmið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leikinn fyrir Gear VR búnaðinn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spennandi og fallegan leik fyrir þennan nýja vettvang og og mögulegt er. - og við erum mjög stolt af útkomunni,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, CCP í Shanghai. „Við trúum því að sýndarveruleiki, VR, sé einn af lykilþáttum leikjaframleiðslu framtíðarinnar. Það mun ef til vill taka einhvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í fararbrodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frekari fótfestu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hverskonar upplifun hún getur fært notendum sínum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
Leikjavísir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira