Fótbolti

Aubameyang gerir nýjan fimm ára samning við Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aubameyang er með þeim sneggstu í bransanum.
Aubameyang er með þeim sneggstu í bransanum. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Borussia Dortmund.

Aubameyang, sem hefur skorað 17 mörk í 44 landsleikjum fyrir Gabon, er að hefja sitt þriðja tímabil sem leikmaður Dortmund sem endaði í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Aubameyang hefur gert 42 mörk í 95 leikjum fyrir Dortmund en hann hefur m.a. verið orðaður við Arsenal í sumar. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim félagaskiptum.

Aubameyang var í herbúðum AC Milan á árunum 2008-11 en spilaði aldrei leik fyrir aðallið félagsins. Á þessum árum var hann lánaður til fjögurra franskra liða og síðasta liðið sem hann fór til, Saint-Étienne, keypti hann svo af Milan í desember 2011.

Framherjinn sló í gegn hjá Saint-Étienne og var svo keyptur til Dortmund sumarið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×