Erlent

Vændiskonur klæðist áberandi vinnuvestum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessi vændiskona hefði verið sýnilegri hefði hún verið klædd í vesti. Hún tengist fréttinni ekki að öðru leiti.
Þessi vændiskona hefði verið sýnilegri hefði hún verið klædd í vesti. Hún tengist fréttinni ekki að öðru leiti. vísir/getty
Ferðalangar á leiðinni milli Mílanó og Cremona munu að öllum líkum verða varir vændiskonur. Hafi þær farið fram hjá fólki áður munu þær ekki gera það nú því þær hafa verið skikkaðar til að klæðast skærgulum öryggisvestum.

Bæjaryfirvöld í bænum Spino d‘Adda, sem er um 25 kilómetrum suðaustur af Mílanó, ákváðu þetta fyrir skemmstu til að tryggja öryggi kvennanna. Fari þær ekki eftir reglunum eiga þær á hættu að fá sekt að upphæð 500 evrum, andvirði tæpra 75 þúsund króna.

Heimssýningin Expo 2015 fer fram í Mílanó á næstu dögum og er gert ráð fyrir því að vændiskonum á svæðinu fjölgi um allt að 15.000 á meðan sýningin fer fram.

„Sömu reglur ættu að gilda um starfsmenn í kynlífsiðnaði og þá sem vinna við vegagerð. Þeir verða að vera sýnilegir til að tryggja öryggi þeirra,“ segir bæjarstjórinn Luciano Sinigaglia.


Tengdar fréttir

Segir vændi stundað vegna eftirspurnar

„Það er miklu eðlilegra að viðurkenna þetta og átta sig á því að jafnvel þó að við viljum nú gjarnan að vændi myndi hverfa, þá hverfur það ekki þó við semjum óskalista eða samþykkjum einhverjar ályktanir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×