Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 18:02 Síldarvinnslan á Neskaupsstað. mynd/kristín svanhvít hávarðsdóttir Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á síðasta ári nam sex milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 7,3 milljarða en rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 21,4 milljarðar. Reiknaður tekjuskattur nam 1,2 milljörðum. Eins og fram hefur komið á Vísi hyggst fyrirtækið fresta ákvörðun um arðgreiðslur vegna óvissu í kjölfar aðgerða Rússa gagnvart NATO ríkjunum. Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 290 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru rúmar 3.300 milljónir króna á árinu 2014 en af þeim greiddu starfsmenn 1.120 milljónir í skatta. Fram kom í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns, að Síldarvinnslan mun ekki grípa til uppsagna vegna innflutningsbannsins. Starfsfólk fyrirtækisins gerir sér hins vegar grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman einkum vegna tapaðra loðnumarkaða. Alls greiddi fyrirtækið 3,1 milljarða í gjöld til ríkisins á síðasta ári. Líkt og áður hefur komið fram nam greiddur tekjuskattur 1,2 milljörðum en önnur opinber gjöld námu milljarði. Veiðigjöld voru 900 milljónir. Í fyrra fjárfesti fyrirtækið fyrir tíu milljarða króna. Þúsund fermetra bygging var reist til að auka og bæta uppsjávarvinnslu félagsins og nýtt uppsjávarskip, Börkur NK122, var keypt frá Noregi. Að auki var fjárfest í hlutabréfum í Gullbergi hf. á Seyðisfirði og í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði. Í uppsjávarvinnsluna var landað 65.000 tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 36.000 tonn. Þar vega makrílafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks loðnuafurðir. Verðmæti framleiðslunnar var 6.250 milljónir króna. Um frystigeymslurnar fóru 75.000 tonn af afurðum á árinu. Samtals nam framleiðsla á afurðum 85.000 tonnum á árinu 2014 að verðmæti tæplega 16,5 milljarðar króna. Tengdar fréttir Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á síðasta ári nam sex milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 7,3 milljarða en rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 21,4 milljarðar. Reiknaður tekjuskattur nam 1,2 milljörðum. Eins og fram hefur komið á Vísi hyggst fyrirtækið fresta ákvörðun um arðgreiðslur vegna óvissu í kjölfar aðgerða Rússa gagnvart NATO ríkjunum. Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 290 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru rúmar 3.300 milljónir króna á árinu 2014 en af þeim greiddu starfsmenn 1.120 milljónir í skatta. Fram kom í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns, að Síldarvinnslan mun ekki grípa til uppsagna vegna innflutningsbannsins. Starfsfólk fyrirtækisins gerir sér hins vegar grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman einkum vegna tapaðra loðnumarkaða. Alls greiddi fyrirtækið 3,1 milljarða í gjöld til ríkisins á síðasta ári. Líkt og áður hefur komið fram nam greiddur tekjuskattur 1,2 milljörðum en önnur opinber gjöld námu milljarði. Veiðigjöld voru 900 milljónir. Í fyrra fjárfesti fyrirtækið fyrir tíu milljarða króna. Þúsund fermetra bygging var reist til að auka og bæta uppsjávarvinnslu félagsins og nýtt uppsjávarskip, Börkur NK122, var keypt frá Noregi. Að auki var fjárfest í hlutabréfum í Gullbergi hf. á Seyðisfirði og í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði. Í uppsjávarvinnsluna var landað 65.000 tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 36.000 tonn. Þar vega makrílafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks loðnuafurðir. Verðmæti framleiðslunnar var 6.250 milljónir króna. Um frystigeymslurnar fóru 75.000 tonn af afurðum á árinu. Samtals nam framleiðsla á afurðum 85.000 tonnum á árinu 2014 að verðmæti tæplega 16,5 milljarðar króna.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36