Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 18:02 Síldarvinnslan á Neskaupsstað. mynd/kristín svanhvít hávarðsdóttir Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á síðasta ári nam sex milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 7,3 milljarða en rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 21,4 milljarðar. Reiknaður tekjuskattur nam 1,2 milljörðum. Eins og fram hefur komið á Vísi hyggst fyrirtækið fresta ákvörðun um arðgreiðslur vegna óvissu í kjölfar aðgerða Rússa gagnvart NATO ríkjunum. Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 290 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru rúmar 3.300 milljónir króna á árinu 2014 en af þeim greiddu starfsmenn 1.120 milljónir í skatta. Fram kom í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns, að Síldarvinnslan mun ekki grípa til uppsagna vegna innflutningsbannsins. Starfsfólk fyrirtækisins gerir sér hins vegar grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman einkum vegna tapaðra loðnumarkaða. Alls greiddi fyrirtækið 3,1 milljarða í gjöld til ríkisins á síðasta ári. Líkt og áður hefur komið fram nam greiddur tekjuskattur 1,2 milljörðum en önnur opinber gjöld námu milljarði. Veiðigjöld voru 900 milljónir. Í fyrra fjárfesti fyrirtækið fyrir tíu milljarða króna. Þúsund fermetra bygging var reist til að auka og bæta uppsjávarvinnslu félagsins og nýtt uppsjávarskip, Börkur NK122, var keypt frá Noregi. Að auki var fjárfest í hlutabréfum í Gullbergi hf. á Seyðisfirði og í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði. Í uppsjávarvinnsluna var landað 65.000 tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 36.000 tonn. Þar vega makrílafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks loðnuafurðir. Verðmæti framleiðslunnar var 6.250 milljónir króna. Um frystigeymslurnar fóru 75.000 tonn af afurðum á árinu. Samtals nam framleiðsla á afurðum 85.000 tonnum á árinu 2014 að verðmæti tæplega 16,5 milljarðar króna. Tengdar fréttir Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. á síðasta ári nam sex milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 7,3 milljarða en rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 21,4 milljarðar. Reiknaður tekjuskattur nam 1,2 milljörðum. Eins og fram hefur komið á Vísi hyggst fyrirtækið fresta ákvörðun um arðgreiðslur vegna óvissu í kjölfar aðgerða Rússa gagnvart NATO ríkjunum. Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 290 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru rúmar 3.300 milljónir króna á árinu 2014 en af þeim greiddu starfsmenn 1.120 milljónir í skatta. Fram kom í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns, að Síldarvinnslan mun ekki grípa til uppsagna vegna innflutningsbannsins. Starfsfólk fyrirtækisins gerir sér hins vegar grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman einkum vegna tapaðra loðnumarkaða. Alls greiddi fyrirtækið 3,1 milljarða í gjöld til ríkisins á síðasta ári. Líkt og áður hefur komið fram nam greiddur tekjuskattur 1,2 milljörðum en önnur opinber gjöld námu milljarði. Veiðigjöld voru 900 milljónir. Í fyrra fjárfesti fyrirtækið fyrir tíu milljarða króna. Þúsund fermetra bygging var reist til að auka og bæta uppsjávarvinnslu félagsins og nýtt uppsjávarskip, Börkur NK122, var keypt frá Noregi. Að auki var fjárfest í hlutabréfum í Gullbergi hf. á Seyðisfirði og í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði. Í uppsjávarvinnsluna var landað 65.000 tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 36.000 tonn. Þar vega makrílafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks loðnuafurðir. Verðmæti framleiðslunnar var 6.250 milljónir króna. Um frystigeymslurnar fóru 75.000 tonn af afurðum á árinu. Samtals nam framleiðsla á afurðum 85.000 tonnum á árinu 2014 að verðmæti tæplega 16,5 milljarðar króna.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna. 6. september 2013 12:25
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. 4. júní 2015 17:36