Meiddist í Evrópuleik og mátti ekki hnerra í tvær vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2015 15:15 Steven Anderson. Vísir/Getty Steven Anderson, varnarmaður skoska liðsins St Johnstone, þurfti að hræðast það að hnerra í tvær vikur eftir að hafa orðið fyrir olnbogaskoti í leik á dögunum. Anderson meiddist á andliti í Evrópudeildarleik á móti Alashkert frá Armeníu. Hann var strax kominn með stóra kúlu undir auganu skömmu eftir atvikið. Anderson fékk höggið í seinni hálfleik í seinni leiknum en St Johnstone datt út á færri mörkum skoruðum á útivelli. Anderson vildi halda leik áfram en læknar liðsins bönnuðu honum það. Þegar kom upp á sjúkrahús kom í ljós sprunga í augntóft vinstri augans og Anderson varð því að leggjast undir hnífinn. Skoska Sun segir í morgun frá varnaðarorðum lækna Steven Anderson eftir að leikmaðurinn hafði gengist undir aðgerð til að auka stöðugleik vinstri augans. Læknar Anderson vöruðu hann við því að hann mætti ekki hnerra í tvær vikur því þá gæti vinstra augað hans hreinlega dottið út úr augnatóftinni. Steven Anderson er 29 ára gamall og hefur spilað með St Johnstone í meira en áratug. Hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Stærsta stundin hans var örugglega í bikarúrslitaleiknum á móti Dundee United árið 2014 en hann skoraði þá fyrra markið í 2-0 sigri. Þetta er eini stóri titillinn í sögu félagsins.'Docs told me if I sneezed my EYEBALL would fly out' says @St_Johnstone_FC's Steven Anderson: http://t.co/cffL3N1WfY pic.twitter.com/4gWTFnQzUo— Scottish Sun Sport (@scotsunsport) August 19, 2015 Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sjá meira
Steven Anderson, varnarmaður skoska liðsins St Johnstone, þurfti að hræðast það að hnerra í tvær vikur eftir að hafa orðið fyrir olnbogaskoti í leik á dögunum. Anderson meiddist á andliti í Evrópudeildarleik á móti Alashkert frá Armeníu. Hann var strax kominn með stóra kúlu undir auganu skömmu eftir atvikið. Anderson fékk höggið í seinni hálfleik í seinni leiknum en St Johnstone datt út á færri mörkum skoruðum á útivelli. Anderson vildi halda leik áfram en læknar liðsins bönnuðu honum það. Þegar kom upp á sjúkrahús kom í ljós sprunga í augntóft vinstri augans og Anderson varð því að leggjast undir hnífinn. Skoska Sun segir í morgun frá varnaðarorðum lækna Steven Anderson eftir að leikmaðurinn hafði gengist undir aðgerð til að auka stöðugleik vinstri augans. Læknar Anderson vöruðu hann við því að hann mætti ekki hnerra í tvær vikur því þá gæti vinstra augað hans hreinlega dottið út úr augnatóftinni. Steven Anderson er 29 ára gamall og hefur spilað með St Johnstone í meira en áratug. Hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Stærsta stundin hans var örugglega í bikarúrslitaleiknum á móti Dundee United árið 2014 en hann skoraði þá fyrra markið í 2-0 sigri. Þetta er eini stóri titillinn í sögu félagsins.'Docs told me if I sneezed my EYEBALL would fly out' says @St_Johnstone_FC's Steven Anderson: http://t.co/cffL3N1WfY pic.twitter.com/4gWTFnQzUo— Scottish Sun Sport (@scotsunsport) August 19, 2015
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sjá meira