Ferrari er með báðar fætur á jörðinni fyrir seinni hluta tímabilsins, þrátt fyrir að hafa unnið tvær keppnir á tímabilinu.
Eftir frábæra keppni í Ungverjalandi fór Ferrari ásamt öðrum liðum í sumarfrí. Sebastian Vettel vann og er því einungis einni keppni á eftir Mercedes ökumanninum Nico Rosberg.
Yfirmaður almannatengsla hjá Ferrari, Alberto Antonini, hefur varað við að liðið haldi báðum fótum á jörðinni. Hann segir mikilvægt að liðið telji sér ekki trú um að tvær unnar keppnir sanni snilli þess.
„Við töldum okkur ekki vera að ganga í gegnum krísu eftir Silverstone keppnina og að við höfum risið úr öskunni núna,“ sagði Antonini.
„Við erum með báða fætur á jörðinni, við vitum að við erum að berjast við ógnar sterka mótherja, við munum þó gera okkar allra besta,“ bætti Antonini við.
Toto Wolff, yfirmaður kappakstursmála hjá Mercedes hefur á hinn bóginn varað sitt lið við komandi árás Ferrari.
Keppnirnar sem eftir eru verða því líklega afar spennandi.
Ferrari: Tvær unnar keppnir sanna ekki snilli okkar

Tengdar fréttir

Bottas: Ferrari-orðrómur truflar
Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams.

Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt
Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins.

Honda setur markið á Ferrari
Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina.

Mercedes þarf að vara sig á Ferrari
Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff hefur varað lið sitt við að slaka of mikið á. Wolff vill ekki hleypa Sebastian Vettel og Ferrari nær í titilbaráttunni.

Wolff: Vélasamningur við Red Bull spennandi kostur
Yfirmaður kappakstursmála hjá Mercedes, Toto Wolff viðurkennir að það gæti verið spennandi kostur. Red Bull liðið verður hugsanlega vélalaust eftir árið 2016.