Erlent

Þrír handteknir vegna bloggaramorða

Samúel Karl Ólason skrifar
Touhidur Rahman, Sadek Ali  og Aminul Mallick hafa verið handteknir vegna morðanna.
Touhidur Rahman, Sadek Ali og Aminul Mallick hafa verið handteknir vegna morðanna. Vísir/AFP
Lögreglan í Bangladess hafa handtekið þrjá einstaklinga vegna morða á tveimur bloggurum. Bloggararnir voru myrtir með sveðjum, en lögreglan telur að mögulega muni handtökurnar leiða til sönnunargagna um alls fjögur svipuð morð á þessu ári.

Meðal þeirra sem hafa verið handteknir er breskur ríkisborgari sem sagður er hafa skipulagt morð þeirra Avijit Roy og Ananta Bijoy.

Bloggararnir hafa verið sakaðir um að tjá sig gegn Íslam og þess vegna voru þeir myrtir. Tæknilega séð er trúfrelsi í Bangladesh, en yfirvöld þar hafa verið sökuð um að bregðast hægt og illa við morðunum. Á vef BBC segir að þar að auki hafi tveir menn verið handteknir fyrir morðið á Niloy Neel. Menn vopnaðir sveðjum brutust inn á heimili hans í mars og myrtu hann þar.

Mennirnir sem voru handteknir eru sagðir tilheyra samtökunum Ansarullah Bangle Team. Samtökin voru bönnuð fyrr á þessu ári vegna morðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×