Erlent

Enginn lifði flugslysið af

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Björgunarmenn komust í nótt að flaki vélarinnar sem fórst í Papúa-héraði í Indónesíu á sunnudag. Lík allra hafa fundist og er nú unnið að því að koma þeim til byggða. Leit stendur enn yfir að flugritum vélarinnar, en aðstæður á svæðinu eru erfiðar og veður slæmt.

Flugvélin sjálf er gjörónýt og brennd að hluta, að sögn yfirmanns björgunaraðgerðanna. Fimmtíu og fjórir voru um borð þegar vélin brotlenti.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að um 6,5 milljarðar indónesískra rúbía hafi verið í reiðufé í vélinni, sem er jafnvirði yfir sextíu milljóna króna. Peningarnir voru í eigu félagsþjónustunnar og úthluta átti þeim til fátækra fjölskyldna í Oksibil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×