Erlent

Forsetinn fyrrverandi beið lægri hlut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Líklegt þykir að fyrrverandi forseti Sri Lanka, Mahinda Rajapaksa, og flokkur hans, þurfi að viðurkenna ósigur sinn í þingkosningunum sem nú fara fram í landinu. Rajapaksa bauð sig fram til embættis forsætisráðherra eftir að hafa tapað óvænt í forsetakosningunum fyrir átta mánuðum síðan.

Endanleg niðurstaða liggur fyrir síðar í dag en nýjustu tölur benda til þess að flokkur sitjandi forsætisráðherra, Ranil Wickremesinghe, hafi unnið sigur í kosningunum. Rajapaksa kemur þó líklega til með að taka sæti á þingi.

Mikil ólga hefur ríkt í landinu í kosningabaráttunni og til átaka hefur komið þar sem að minnsta kosti fjórir hafa látist. Fengnir hafa verið tæplega áttatíu þúsund lögreglumenn og öryggisliðar til að standa vörð um kjörstaði.


Tengdar fréttir

Gengið að kjörborðinu í Sri Lanka

Fyrrverandi forseti landsins, Mahinda Rajapakse, sækist eftir embætti forsætisráðherra, en átta mánuðir eru frá því hann tapaði óvænt í forsetakosningum fyrir flokksfélaga sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×