Stefna að aukinni notkun dróna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2015 08:24 Dróni af gerðinni Reaper á flugi yfir Nígeríu. Vísir/AFP Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir. Suður-Kínahaf Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir.
Suður-Kínahaf Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira