Erlent

Miklir þurrkar á Kúbu

Atli Ísleifsson skrifar
Tíu prósent íbúa fá nú vatn sent með tankbílum.
Tíu prósent íbúa fá nú vatn sent með tankbílum. Vísir/AFP
Miklir þurrkar hafa herjað á Kúbu síðasta árið sem valdið hafa uppskerubresti og leitt til vatnsskorts.

Vatnbirgðir í vatnsbólum landsins eru 37 prósent minni en í meðalári og hafa rúmlega milljón Kúbana neyðst til að leita aðstoðar vegna hitans í sumar.

Þurrkarnir hafa haft áhrif á tóbaks-, kaffi- og hrísgrjónaræktun landsins, en fastlega er búist við að hitinn verði áfram mikill á næstu mánuðum.

Tíu prósent íbúa fá nú vatn sent með tankbílum og hafa yfirvöld hert reglur um vatnsskömmtun til íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×