Erlent

10 ára drengur skutlaði ölvuðum pabba sínum heim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Pabbinn var handtekinn fyrir að ógna velferð barnsins síns.
Pabbinn var handtekinn fyrir að ógna velferð barnsins síns. Vísir/Getty
Lögregla í uppsveitum New York handtók um helgina 46 ára karlmann sem var ölvaður í bíl sínum. Hann var þó ekki við stýrið, 10 ára gamall sonur hans sá um það.

Lögreglan í Saratoga-sýslu fékk tilkynningu frá ökumanni um að hann hefði örugglega séð ungan dreng keyra pallbíl á þjóðveginum. Lögreglan brást við um leið og hafði uppi á bílnum. Þar kom í ljós að ökumaðurinn var vissulega 10 ára gamall drengur og að hann væri bara að keyra pabba sinn heim sem gæti það ekki sökum ölvunar.

Ættingjar sóttu drenginn á næstu lögreglustöð. Faðirinn hefur verið ákærður fyrir að ógna velferð barnsins og fyrir að hafa leyft einhverjum án ökuleyfis að keyra bílinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×