Erlent

Snarpur jarðskjálfti vakti íbúa San Francisco

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá San Francisco.
Frá San Francisco. vísir/epa
Jarðskálfti upp á 4.1 á styrk vakti íbúa San Francisco nú fyrir skemmstu.

Rauði depillinn sýnir miðju skjálftans.
Skjálftinn átti sér stað klukkan 06.49 að staðartíma og var miðja hans skammt frá Berkley og Oakland. Upptök hans voru á um fimm kílómetra dýpi. 

Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu en Kaliforníuríki liggur á flekaskilum Kyrrahafs- og Norður-Ameríkuflekans. Árið 1906 varð til að mynda stór skjálfti sem nánast eyddi San Francisco. Árið 1989 varð síðan skjálfti upp á sjö að styrk sem olli skemmdum upp á sex milljarða dollara.

Engar fregnir hafa borist af tjóni eða meiðslum í kjölfar skjálftans en íbúar borgarinnar hafa verið duglegir við að gantast með hann á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×