Erlent

Krefjast þess að forsetinn segi af sér

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Burt með Dilmu,“ segir mótmælendur.
„Burt með Dilmu,“ segir mótmælendur. vísir/epa
Hátt í tvö hundruð þúsund manns fjölmenntu víða Brasilíu í nótt og kröfðust þess að forseti landsins, Dilma Rousseff, segði tafarlaust af sér. Ella verði henni vikið úr embætti. Stuðningur við hana hefur minnkað mikið á undanförnum mánuðum, en Rousseff er meðal annars sökuð um spillingu og kennt um einn mesta samdrátt í efnahagslífinu í tuttugu og fimm ár.

Mótmælendur klæddust margir hverjir gulum treyjum brasilíska fótboltalandsliðsins, sungu þjóðsönginn og héldu á borðum með slagorðum á borð við „Burt með Dilmu“.  Um er að ræða þriðju fjöldamótmælin á þessu ári gegn Rousseff og stjórn Verkamannaflokksins á þessu ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×