Erlent

Ellefu ára fæddi stúlkubarn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda um að meina stúlkunni að fara í fóstureyðingu var mótmælt víða.
Ákvörðun stjórnvalda um að meina stúlkunni að fara í fóstureyðingu var mótmælt víða. vísir/epa
Ellefu ára stúlka í Paragvæ fæddi í gærkvöldi stúlkubarn, en hún varð ólétt tíu ára gömul eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Stjórnvöld höfnuðu beiðni um fóstureyðingu, en þær eru bannaðar þar í landi og undanþágur einungis veittar ef heilsa móðurinnar er talin vera í hættu.

Barnið var tekið með keisaraskurði, og heilsast mæðgunum vel, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Stjúpfaðir hennar, sem er fjörutíu og tveggja ára, neitar að hafa brotið af sér, en hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Móðir stúlkunnar hefur einnig verið handtekin fyrir vanrækslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×