Erlent

Fídel Castro krefst skaðabóta frá Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Fídel Castro var leiðtogi Kúbu frá byltingunni 1959 til 2008 þegar hann gerði litla bróður sinn, Raul, að forseta.
Fídel Castro var leiðtogi Kúbu frá byltingunni 1959 til 2008 þegar hann gerði litla bróður sinn, Raul, að forseta. Vísir/AFP
Fídel Castro, fyrrverandi Kúbuforseti, segir að Bandaríkin skuldi Kúbu fleiri milljónir Bandaríkjadala vegna þess viðskiptabanns sem sett var á landið fyrir rúmlega fimmtíu árum.

Castro lét orðin falla daginn fyrir sögulega heimsókn John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til eyjunnar.

„Kúba á rétt á skaðabótum sem jafnast á við það sem við höfum tapað. Þetta snýst um margar milljónir Bandaríkjadala og við höfum lagt áherslu á þetta í öllum ræðum okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og lagt fram gögn sem styðja þetta,“ segir Castro.

Castro var leiðtogi Kúbu frá byltingunni 1959 til 2008 þegar hann gerði litla bróður sinn, Raul, að forseta.

Bandarísk stjórnvöld fjarlægðu Kúbu af lista yfir þau lönd sem styðja hryðjuverkastarfsemi í lok maí síðastliðinn og opnuðu ríkin sendiráð í höfuðborgum hvors annars fyrr í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×