Erlent

Tyrkland: Stjórnarmyndunarviðræður sigla í strand

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar AKP og CHP hafa átt í viðræðum síðustu vikurnar.
Fulltrúar AKP og CHP hafa átt í viðræðum síðustu vikurnar. Vísir/AFP
Nauðsynlegt er að boða til nýrra þingkosninga í Tyrklandi eftir að stjórnarmyndunarviðræður AKP og CHP, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, sigldu í strand fyrr í dag. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra og formaður flokksins, greindi frá þessu fyrr í dag.

Davutoglu sagði að mikill ágreiningur sé á milli flokkanna þegar kæmi að mennta- og utanríkismálum.

AKP, flokkur Recep Tayyip Erdogan forseta, missti nokkuð óvænt þingmeirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru í júní. AKP hefur undanfarnar vikur og mánuði átt í viðræðum við fulltrúa annarra flokka á þingi um myndun stjórnar. Ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum.

Í frétt Bloomberg kemur fram að margir innan AKP telji flokkinn líklegan til að ná hreinum meirihluta í nýjum kosningum, en flokkurinn stefnir að því að auka forsetaræði í landinu.


Tengdar fréttir

AKP misstu meirihluta í Tyrklandi

Forsætisráðherra Tyrklands segir að þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tæp níu prósent á milli kosninga, sé AKP ótvíræður sigurvegari kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×