Erlent

Viðurkennir að hafa myrt mæðginin í IKEA-versluninni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla mun ræða við annan mann, 23 ára erítreskan hælisleitanda, vegna aðildar hans að árásinni síðdegis í dag.
Lögregla mun ræða við annan mann, 23 ára erítreskan hælisleitanda, vegna aðildar hans að árásinni síðdegis í dag. Vísir/AFP
36 ára erítreskur hælisleitandi hefur viðurkennt að hafa myrt mæðgin í IKEA-verslun í sænsku borginni Västerås á mánudag.

Lögregla yfirheyrði manninn í morgun, en hann var fluttur á sjúkrahús eftir árásina eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka. Hann hefur gengist undir nokkrar aðgerðir.

Lögregla mun ræða við annan mann, 23 ára erítreskan hælisleitanda, vegna aðildar hans að árásinni síðdegis í dag.

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að vísa átti eldri manninum úr landi, en hann hafði átt fund með fulltrúum sænsku Útlendingastofnunarinnar einungis nokkrum klukkustundum fyrir árásina.

Uppfært 14:52:

Expressen greinir frá því að búið sé að sleppa 23 ára manninum, eftir að sá eldri viðurkenndi að hafa myrt mæðginin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×