Erlent

Minnst sautján látnir vegna sprenginganna

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengingarnar voru gríðarlega stórar.
Sprengingarnar voru gríðarlega stórar. Vísir/AFP
Borgin Tianjin í Kína nötraði í dag þegar tvær gríðarlega stórar sprengingar urðu í vöruhúsi fyrir eldfim og hættuleg efni. Gluggar brotnuðu í margra kílómetra fjarlægð og hurðar brotnuðu af húsum. Kínverskir fjölmiðlar segja að minnst sautján séu látnir og hundruð slösuðust. Fjöldi látinna á þó líklegast eftir að hækka.

„Ég hélt að þetta væri jarðskjálfti, svo ég hljóp með syni mínum án þess að fara í skóna,“ segir Zhang Siyu við AP fréttaveituna. Heimili hennar er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingarnar urðu.

„Ég áttaði mig ekki á því þetta hefði verið sprenging fyrr en ég var komin út.“ Hún segir einnig að hún hafi séð fjölda slasaðra á götum borgarinnar.

Sjá einnig: Gífurleg sprenging í Tianjin í Kína

Á vef Sky News segir að fyrsta sprengingin hafi verið á við að þrjú tonn af TNT hafi verið sprengd og sú seinni á við 21 tonn. Sprengingarnar sáust greinilega á jarðskjálftamælum.

Íbúar borgarinnar hafa birt fjölmargar myndir á samfélagsmiðlum þar sem sjá má skemmdirnar í borginni. Tjöld hafa verið sett upp við sjúkrahús í borginni þar sem læknar annast slasaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×