Erlent

Västerås: Vísa átti árásarmanninum úr landi

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn hefur gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi vegna sára sem hann hlaut í versluninni.
Árásarmaðurinn hefur gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi vegna sára sem hann hlaut í versluninni. Vísir/AFP
Vísa átti 35 ára erítreskum hælisleitanda sem grunaður er um að hafa banað mæðginum í IKEA-verslun í sænsku borginni Västerås á mánudag úr landi.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að einungis nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi maðurinn verið á fundi með fulltrúum sænsku Útlendingastofnunarinnar.

„Hann hitti fulltrúa okkar þarna um morguninn,“ segir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar í samtali við Aftonbladet.

Stofnunin hafði synjað umsókn mannsins um dvalarleyfi fyrr í sumar og átti að senda hann tafarlaust aftur til Ítalíu þar sem hann var með dvalarleyfi.

Maðurinn hefur gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi vegna sára sem hann hlaut í versluninni. Enn hefur ekki tekist að yfirheyra manninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×