Erlent

Pistorius sleppt í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Pistorius hlaut fimm ára dóm í október á síðasta ári.
Pistorius hlaut fimm ára dóm í október á síðasta ári. Vísir/AFP
Suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius verður sleppt úr fangelsi í næstu viku eftir að hafa setið af sér tíu mánuði af dómi sínum.

Pistorius var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir morð af gáleysi, en hann banaði unnustu sinni, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra í Pretoríu í febrúar 2013.

Í frétt Independent segir Pistorius hafi ekki sótt um að fá lausn úr fangelsinu sjálfur, heldur hafi nefnd sem tekur ákvarðanir um reynslulausnir fanga mælt með því að Pistorius fái reynslulausn við fyrsta tækifæri.

Í júní síðastliðinn greindu fulltrúar suður-afrískra fangelsisyfirvalda frá því að Pistoius myndi sitja af sér einn sjötta af fimm ára dómi sínum hið minnsta. Var tekið fram að Pistorius hafi hegðað sér vel innan veggja Kgosi Mampuru II fangelsisins í Pretoríu.


Tengdar fréttir

Pistorius í fimm ára fangelsi

Oscar Pistorius, Suður Afríski spretthlauparinn sem skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann hafði áður verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Þá fékk hann einnig þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot á vopnalögum en sá dómur var skilorðsbundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×