Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira