Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira