Erlent

Svartar plastkúlur í milljónatali - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nú er það svart.
Nú er það svart. Vísir/Skjáskot
Það er ýmislegt reynt til þess að halda náttúrunni í skefjum. Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá starfsmenn Los Angeles borgar sturta heilum bílfarmi af svörtum plastkúlum, svokölluðum skuggaboltum, í eitt af uppistöðulónunum sem borgarbúar fá drykkjarvatn sitt frá.

Í það heila hafa starfsmenn borgarinnar sturtað um 96 milljónum skuggabolta í uppistöðulón borgarinnar. Fyrir þessu er góð ástæða. Boltarnir koma í veg fyrir að sólarljós verki á efni sem finna má í vatninu. Ef það gerist er hætta á að skaðleg efni geti myndast.

Skuggaboltarnir hafa einnig ákveðna aukaverkun. Þeir draga úr uppgufun vatns sem er einstaklega gagnlegt en mikill vatnskortur hefur hrjáð íbúa Kaliforníu. Borgarstjóri Los Angeles sagði nýverið að gert væri ráð fyrir að boltarnir geti komið í veg fyrir að um milljón lítrar af vatni gufi upp í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×