Þrjú brasilísk mörk í fyrsta Evrópusigri Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2015 17:49 Poliana skoraði tvö mörk í dag. Vísir/Andri Marinó Kvennalið Stjörnunnar byrjar vel í undanriðli Meistaradeildar Evrópu en Íslandsmeistararnir unnu 4-0 sigur á Hibernians frá Möltu í dag í fyrsta leik liðsins. Brasilísku stelpurnar Poliana (2 mörk) og Francielle (1 mark) skoruðu báðar í leiknum en þriðja mark Stjörnunnar í leiknum var sjálfsmark. Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fjórða markið aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inná í fyrsta Evrópuleiknum sínum. Stjarnan mætir einnig Apollon frá Kýpur og KÍ frá Færeyjum í riðlinum en liðið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan hafði tekið tvisvar þátt í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu árum en hafði ekki unnið Evrópuleik fyrr en í dag. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, var með fimm erlenda leikmenn í byrjunarliðinu í dag því auk brasilísku markaskoraranna byrjuðu þær Rachel S. Pitman, Ana Victoria Cate og Jaclyn Softli. Poliana kom Stjörnunni í 1-0 á 20. mínútu eftir stoðsendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur og átta mínútum síðar bætti Francielle við öðru marki. Charlene Zammit, leikmaður Hibernians, skoraði sjálfsmark á 39. mínútu og Poliana bætti síðan við sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá fyrirliðanum Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur. Varamaðurinn Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fimmta markið á 90. mínútu efrir stoðsendingu frá Rúnu Sif Stefánsdóttur. Apollon frá Kýpur vann 2-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í hinum leik riðilsins en Stjörnustelpur mæta færeyska liðinu næst. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar byrjar vel í undanriðli Meistaradeildar Evrópu en Íslandsmeistararnir unnu 4-0 sigur á Hibernians frá Möltu í dag í fyrsta leik liðsins. Brasilísku stelpurnar Poliana (2 mörk) og Francielle (1 mark) skoruðu báðar í leiknum en þriðja mark Stjörnunnar í leiknum var sjálfsmark. Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fjórða markið aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inná í fyrsta Evrópuleiknum sínum. Stjarnan mætir einnig Apollon frá Kýpur og KÍ frá Færeyjum í riðlinum en liðið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan hafði tekið tvisvar þátt í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu árum en hafði ekki unnið Evrópuleik fyrr en í dag. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, var með fimm erlenda leikmenn í byrjunarliðinu í dag því auk brasilísku markaskoraranna byrjuðu þær Rachel S. Pitman, Ana Victoria Cate og Jaclyn Softli. Poliana kom Stjörnunni í 1-0 á 20. mínútu eftir stoðsendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur og átta mínútum síðar bætti Francielle við öðru marki. Charlene Zammit, leikmaður Hibernians, skoraði sjálfsmark á 39. mínútu og Poliana bætti síðan við sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá fyrirliðanum Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur. Varamaðurinn Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði síðan fimmta markið á 90. mínútu efrir stoðsendingu frá Rúnu Sif Stefánsdóttur. Apollon frá Kýpur vann 2-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í hinum leik riðilsins en Stjörnustelpur mæta færeyska liðinu næst.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira