Erlent

Västerås: IKEA hættir tímabundið að selja hnífa

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla greindi frá því í morgun að árásarmennirnir sem grunaðir eru um árásina hafi verið erítreskir hælisleitendur sem dvöldu á móttöku fyrir hælisleitendur í nágrannabænum Arboga.
Lögregla greindi frá því í morgun að árásarmennirnir sem grunaðir eru um árásina hafi verið erítreskir hælisleitendur sem dvöldu á móttöku fyrir hælisleitendur í nágrannabænum Arboga. Vísir/AFP
Sölu á hnífum verður tímabundið hætt í verslun IKEA í Västerås í Svíþjóð í kjölfar hnífaárásar gærdagsins þar sem mæðgin létust.

„Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta er tímabundið,“ segir framkvæmdastjóri verslunarinnar Mattias Johansson. Segir hann hafa tekið ákvörðunina með líðan samstarfsmanna sinna í huga.

Lögregla greindi frá því í morgun að árásarmennirnir sem grunaðir eru um árásina hafi verið erítreskir hælisleitendur sem dvöldu á móttöku fyrir hælisleitendur í nágrannabænum Arboga.


Tengdar fréttir

Fórnarlömbin mæðgin

Fórnarlömbin sem létust í hnífaárásinni í IKEA-versluninni í Västerås í Svíþjóð í gær voru mæðgin. Konan var á sextugsaldri og karlmaðurinn um þrítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×