Erlent

Hollensk táningsstúlka fórst í teygjustökki á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Hollensk táningsstúlka fórst í teygjustökki nærri Santander á norðurhluta Spánar í dag. Stúlkan var sautján ára gömul og stökk úr 40 metra hæð af dalbrú.

Í frétt BBC segir að hún hafi verið í hópi hollenskra og belgískra ungmenna á brimbrettanámskeiði skammt frá.

Stúlkan lést eftir að hafa rekist á vegg fyrir neðan stökkpallinn.

Talsmaður lögreglu segir þetta vera nýjasta í röð „hörmulegra slysa“ þar sem hirðuleysi kunni að hafa valdið slysinu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað fór úrskeiðis.

Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að breska konan Kleyo De Abreu hafi látið lífið í teygjustökki nærri Granada á Spáni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×