Enski boltinn

Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Manchester City haft samband við Barcelona til þess að kanna möguleikann á félagsskiptum Pedro til félagsins.

Pedro hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Chelsea og Manchester United en yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester City, Txiki Begiristain, hefur haft samband til þess að kanna stöðuna á spænska framherjanum.

Pedro virðist vera á förum frá Barcelona eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu til Luis Suárez um mitt tímabilið en hann hefur verið á mála hjá Barcelona í ellefu ár.  Hefur hann leikið 318 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 98 mörk.

Hefur hann ítrekað verið orðaður við Manchester United en Manchester City gæti stolið honum fyrir framan nef nágranna sinna til þess að styrkja framlínuna sína. Hefur félagið þegar samþykkt tilboð frá Roma í Edin Dzeko ásamt því að senda Stevan Jovetic á láni til Inter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×