Erlent

91 árs maður ákærður fyrir kókaínsmygl

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn segist hafa verið plataður til að flytja efnin með sér.
Maðurinn segist hafa verið plataður til að flytja efnin með sér.
Lögregla í Ástralíu hefur kært 91 árs gamlan mann sem tekinn var á flugvellinum í Sydney með 4,5 kíló af kókaíni í farangri sínum.

Maðurinn segir að smyglarar sem hann hitti á ferð sinni um Indland hafi platað hann til að taka efnin með sér til Ástralíu.

Lögregla veitti manninum athygli eftir að hafa fundið 27 pakka af sápu í farangri mannsins þegar hann var kominn til Ástralíu eftir flug frá Nýju-Delí. Reyndist um kókaín að ræða.

Maðurinn, sem starfaði áður sem skurðlæknir, kom fyrir dómara fyrr í dag og var síðar sleppt gegn tryggingu. Ástralskir fjölmiðlar segja manninn hafa fullyrt að kunningjar hans í Nýju-Delí hafi beðið sig um að koma pakkanum til Ástralíu.

Saksóknari segir það ekki duga að segja að hann hafi ekki vitað að um fíkniefni væri að ræða. Farangur sé á ábyrgð þess sem fer með hann í flug.

Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×