Erlent

Árásin í IKEA: Hinir handteknu dvöldu á sömu móttöku fyrir hælisleitendur

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur áður greint frá því að árásarmennirnir séu fæddir 1992 og 1979.
Lögregla hefur áður greint frá því að árásarmennirnir séu fæddir 1992 og 1979. Visir/AFP
Mennirnir tveir sem handteknir voru vegna hnífaárásarinnar í verslun IKEA í sænsku borginni Västerås í gær þekktu hvorn annan og dvöldu á sömu móttöku fyrir hælisleitendur.

Þetta hefur Aftonbladet eftir heimildum innan sænsku lögreglunnar, en aðrir sem dvelja í móttökunni hafa staðfest að lögregla hafi gert þar húsleit einungis tveimur tímum eftir árásina.

Mæðgin, kona á sextugsaldri og maður um þrítugt, létust í árásinni.

Annar árásarmannanna liggur illa haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir hnífsstungu og talið er að hinn árásarmaðurinn hafi veitt honum þá.

Lögregla hefur áður greint frá því að árásarmennirnir séu fæddir 1992 og 1979.

Uppfært 10:17:

Lögregla í Svíþjóð hefur staðfest að hinir handteknu séu hælisleitendur frá Erítreu.


Tengdar fréttir

Fórnarlömbin mæðgin

Fórnarlömbin sem létust í hnífaárásinni í IKEA-versluninni í Västerås í Svíþjóð í gær voru mæðgin. Konan var á sextugsaldri og karlmaðurinn um þrítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×