Erlent

Fórnarlömbin mæðgin

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla kom á staðinn.
Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla kom á staðinn. Fréttablaðið/AFP
Fórnarlömbin sem létust í hnífaárásinni í IKEA-versluninni í Västerås í Svíþjóð í gær voru mæðgin.  Konan var á sextugsaldri og karlmaðurinn um þrítugt.

Tveir menn voru handteknir, grunaðir um verknaðinn. Annar þeirra liggur illa haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir hnífsstungu og talið er að hinn árásarmaðurinn hafi veitt honum þá.

Lögreglan í Svíþjóð hefur nú staðfest að mennirnir tveir hafi þekkst en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi þekkt fórnarlömbin. Málið er í rannsókn og á meðan verður  verslunin lokuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×