Erlent

Neyðarástand í Ferguson

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ferguson í Bandaríkjunum vegna mikilla óeirða undanfarna daga. Átökin brutust út eftir minningarathöfn um Michael Brown á sunnudag, en þá var eitt ár frá því að hann féll fyrir hendi lögreglumanns.

Yfir tvö hundruð manns tóku þátt í mótmælunum í nótt, og köstuðu sumir hverjir grjóti og öðru lauslegu að lögreglu, settu upp vegatálma og hleyptu af skotum. Yfir fimmtíu voru handteknir í nótt.  

Hengdir hafa verið upp borðar víða um bæinn með yfirskriftinni „Hér býr enn kynþáttahyggja"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×