Erlent

Kjarnakljúfar endurræstir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Japanar endurræstu kjarnakljúfa í nótt, í fyrsta sinn eftir slysið í Fukushima-kjarnorkuverinu árið 2011. Fyrsti kjarnaofninn var ræstur í Sendai en alls verða tuttugu og fimm ofnar í notkun.

Öryggisreglur voru endurnýjaðar og hertar í kjölfar slyssins, en mikil andstaða er við notkun kjarnorku meðal almennings og mótmæltu fjölmargir gangsetningunni fyrir utan kjarnorkuverið í dag. 


Tengdar fréttir

Geislavirkt vatn lak út úr kjarnorkuveri

Talið er að 120 tonn af geislavirku vatni hafi lekið úr Fukushima-kjarnorkuverinu á síðustu dögum. Vatnið, sem notað var til að kæla kjarnakljúfa versins, seitlaði ofan í jarðveginn úr vatnsgeymum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×