Erlent

Tveir handteknir vegna hnífaárásarinnar í Svíþjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verslun IKEA í Vasteras.
Verslun IKEA í Vasteras.
Associated Press greinir frá því að búið sé að handtaka tvo menn í tengslum við hnífaárásina sem átti sér stað í IKEA-verslun í sænska bænum Vasteras fyrr í dag. Hinir grunuðu eru karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri.

Tveir létust í árásinni en annar hinna grunuðu, sá eldri, slaðaðist alvarlega. Sá yngri var handtekinn á strætisvagnastöð fyrir utan verslunina.

Lögreglan í Vasteras fer með rannsókn málsins en hún hefur ekki fundið nein tengsl á milli fórnarlambanna og mannanna tveggja sem eru í haldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×