Erlent

Tveir látnir eftir hnífaárás í IKEA

Jóhann Óli Eiðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Verslun IKEA í Vesteras.
Verslun IKEA í Vesteras.
Maður og kona eru látin eftir hnífaárás í verslun IKEA í Västerås í Svíþjóð. Maður á fertugsaldri var fluttur á sjúkrahús með hraði með lífshættulega áverka. BBC greinir frá. Einn maður hefur verið handtekinn grunaður um morðin. 

Lögreglu- og sjúkrabílar eru á staðnum og hefur verslunarmiðstöðinni þar sem verslunin er verið lokað. 

„Skyndilega var spilað í hátölurunum að allt húsið skuli rýmt. Lögreglumenn í skotheldum vestum standa fyrir utan og vakta húsið og allt er á fleygiferð,“ segir maður sem staddur var í húsinu í samtali við Aftonbladet.

Talsmaður IKEA staðfesti atvikið við fjölmiðla en verslunarmiðstöðin Erikslund hefði verið lokað vegna morðanna. Vesteras er í um klukkustundarfjarlægð frá höfuðborginni Stokkhólmi.

Aftonbladet er með beina sjónvarpsútsendingu vegna málsins sem sjá má hér að neðan.

Uppfært klukkan 14:02

Í fyrri útgáfu fréttarinnar, sem unnin var upp úr frétt BBC, var hinn handtekni nafngreindur. Ekki var um rétt nafn að ræða og hefur það verið tekið úr frétt enska miðilsins og sömuleiðis þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×