Formaður GKB ósáttur | "Viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 08:00 Sveit GKB. Mynd/Vefsíða GKB Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi á heimasíðu sinni þar sem ákvörðun Golfsambands Íslands um að flýta leik GKB og Golfklúbbsins Jökuls í úrslitum um sigurinn í 2. deild í sveitakeppni GSÍ var gagnrýnd. Kylfingarnir úr GKB voru ekki til staðar í upphafi hringsins og var Ólafsvíkingum dæmdur sigur á fyrstu þremur holum vallarins. Samkvæmt yfirlýsingu Golfklúbbs Kiðjabergs fengu hvorki liðsstjóri liðsins né leikmenn GKB að vita af þessari ákvörðun mótanefndar GSÍ en leiknum var flýtt um klukkustund. Snorri Hjaltason, liðsstjóri GKB, var skiljanlega ósáttur með þessa framkomu mótsnefndar. „Þegar ég fór úr golfskálanum í gærkvöldi, spurði ég formann mótanefndar sérstaklega, hvenær rástími okkar væru á morgun og hann svaraði, ég veit það ekki en held að hann verði sá sami. Ég fór því út í bíl og kíkti í möppuna mína, sem ég fékk á liðsstjórafundinum, og sá að rástíminn var þar settur klukkan 10:06. Ég var því með það á hreinu að við ættum að hefja leik klukkan 10:06 eins og auglýst hafði verið. Síðan er þessum tíma flýtt um klukkustund án þess að láta okkur vita,“ sagði Snorri á heimasíðu klúbbsins en Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, tók í sama streng. „Það þekkist ekki í neinni íþróttagrein að liðsstjóri skuli ekki vera látinn vita ef um breytingar á leiktíma eða öðru er að ræða hjá viðkomandi liði. Þetta er bara óafsakanlegt og við viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ og mótanefnd. Það var einfaldlega ekki rétt staðið að málum í þessu sambandi og það bitnaði illilega á okkar liði.“ Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, staðfesti síðar við Vísi, að verklag mótastjórnar yrði skoðað á næstu dögum en hann sagði þetta vera leiðinlegan blett á annars góðri helgi. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði í fyrsta sinn í 1. deild í karlaflokki en í flokki kvenna var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari. Golf Tengdar fréttir Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi á heimasíðu sinni þar sem ákvörðun Golfsambands Íslands um að flýta leik GKB og Golfklúbbsins Jökuls í úrslitum um sigurinn í 2. deild í sveitakeppni GSÍ var gagnrýnd. Kylfingarnir úr GKB voru ekki til staðar í upphafi hringsins og var Ólafsvíkingum dæmdur sigur á fyrstu þremur holum vallarins. Samkvæmt yfirlýsingu Golfklúbbs Kiðjabergs fengu hvorki liðsstjóri liðsins né leikmenn GKB að vita af þessari ákvörðun mótanefndar GSÍ en leiknum var flýtt um klukkustund. Snorri Hjaltason, liðsstjóri GKB, var skiljanlega ósáttur með þessa framkomu mótsnefndar. „Þegar ég fór úr golfskálanum í gærkvöldi, spurði ég formann mótanefndar sérstaklega, hvenær rástími okkar væru á morgun og hann svaraði, ég veit það ekki en held að hann verði sá sami. Ég fór því út í bíl og kíkti í möppuna mína, sem ég fékk á liðsstjórafundinum, og sá að rástíminn var þar settur klukkan 10:06. Ég var því með það á hreinu að við ættum að hefja leik klukkan 10:06 eins og auglýst hafði verið. Síðan er þessum tíma flýtt um klukkustund án þess að láta okkur vita,“ sagði Snorri á heimasíðu klúbbsins en Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, tók í sama streng. „Það þekkist ekki í neinni íþróttagrein að liðsstjóri skuli ekki vera látinn vita ef um breytingar á leiktíma eða öðru er að ræða hjá viðkomandi liði. Þetta er bara óafsakanlegt og við viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ og mótanefnd. Það var einfaldlega ekki rétt staðið að málum í þessu sambandi og það bitnaði illilega á okkar liði.“ Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, staðfesti síðar við Vísi, að verklag mótastjórnar yrði skoðað á næstu dögum en hann sagði þetta vera leiðinlegan blett á annars góðri helgi. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði í fyrsta sinn í 1. deild í karlaflokki en í flokki kvenna var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Tengdar fréttir Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30