Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 01:23 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015 Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015
Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08