Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2015 14:23 Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Vísir/Pjetur Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“ Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira