Siggi hakkari játar kynferðisbrot gegn níu drengjum Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2015 12:38 Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember á síðasta ári vegna kynferðisbrotamálanna. Vísir/Stefán Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur játað að hafa gerst sekur um kynferðisbrot gegn níu piltum. RÚV greindi fyrst frá. Hann á yfir höfði sér refsingu allt að fjórum árum sem er refsiramminn í kynferðisbrotum af því tagi sem hann er ákærður fyrir. Ákæra gegn Sigurði var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði en tók Sigurður Ingi sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann kom fyrir dóm í morgun þar sem hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Málið hefur því verið dómtekið og hefur héraðsdómur fjórar vikur til þess að kveða upp dóm. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember á síðasta ári vegna kynferðisbrotamálanna. Í greinargerð lögreglu vegna gæsluvarðhaldskröfunnar kemur fram að ríkissaksóknari hafi til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hafi stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Þá gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur Sigurði í maí síðastliðnum vegna umfangsmikilla auðgunarbrota. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember. Eftir það sat hann í gæsluvarðhaldi. Hann var svo dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi 22. desember vegna fjársvika og hóf afplánun strax. Í fyrrnefndri greinagerð kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, það er þann dóm sem hann afplánaði á síðasta ári. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. 10. júlí 2015 23:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur játað að hafa gerst sekur um kynferðisbrot gegn níu piltum. RÚV greindi fyrst frá. Hann á yfir höfði sér refsingu allt að fjórum árum sem er refsiramminn í kynferðisbrotum af því tagi sem hann er ákærður fyrir. Ákæra gegn Sigurði var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði en tók Sigurður Ingi sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann kom fyrir dóm í morgun þar sem hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Málið hefur því verið dómtekið og hefur héraðsdómur fjórar vikur til þess að kveða upp dóm. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember á síðasta ári vegna kynferðisbrotamálanna. Í greinargerð lögreglu vegna gæsluvarðhaldskröfunnar kemur fram að ríkissaksóknari hafi til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hafi stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Þá gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur Sigurði í maí síðastliðnum vegna umfangsmikilla auðgunarbrota. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember. Eftir það sat hann í gæsluvarðhaldi. Hann var svo dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi 22. desember vegna fjársvika og hóf afplánun strax. Í fyrrnefndri greinagerð kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, það er þann dóm sem hann afplánaði á síðasta ári. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. 10. júlí 2015 23:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. 10. júlí 2015 23:44