Lífið

Kóngur Bollywood búinn að læra íslenskt orð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shak Rukh Khan nýtur gríðarlegra vinsælda á Indlandi.
Shak Rukh Khan nýtur gríðarlegra vinsælda á Indlandi. Vísir/AFP
Indverski Bollywood-leikarinn og söngvarinn Shak Rukh Khan er mættur til Íslands. SRK, oft nefndur konungur Bollywood, hyggst taka upp myndband við lag sitt hér á landi.

Miðlar ytra greindu frá því fyrir tæpri viku að SRK væri á leið til Íslands en myndbandið verður tekið á svörtum sandi, með íslensku brimi og glæsilegu útsýni við sjávarsíðuna. Íslandsheimsóknin er hluti af tólf daga ferðalagi SRK og félaga.

SRK lenti á landinu í dag og var líklega á leiðinni í eða úr Bláa lóninu í dag þegar hann birti mynd af jarðvarmavirkuninni í Svartsengi á Facebook og Twitter því til staðfestingar að hann væri kominn til landsins. Leikarinn er með um 15 milljónir fylgjenda á hvorri síðu og fleiri þúsund sem líka við myndina og deila henni.

Fjórum tímum eftir að SRK tíst hafa rúmlega 1300 deilt því og tæplega 2500 líkað við það. Fjölmargir aðdáendur hans deila í framhaldinu myndum frá eigin heimsóknum til Íslands og láta hann vita af hverju hann megi ekki missa hér á landi.

SRK verður fimmtugur í nóvember en hann er einn tekjuhæsti leikari heims.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.