Neyðarástand í Þjóðleikhúsinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Leikarar Þjóðleikhússins hafa hafið æfingar fyrir leikhúsveturinn en myndin er frá æfingum á verkinu Heimkoman eftir Harold Pinter. Þeir hafa ekki möguleika á að fá vinnu í öðru leikhúsi fyrr en á næsta leikári. vísir/vilhelm Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira