Boðar til kosninga í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Ahmet Davutoglu forsætisráðherra og Recep Tayyip Erdogan forseti. VÍSIR/EPA Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira