Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2015 20:28 Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur. Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur.
Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira