Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. ágúst 2015 17:21 Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. Þær eru sammála um að verk- og listnám nýtist vel á vinnumarkaði. Þeim finnst áhersla á bóknám barn síns tíma.Helga Vala HelgadóttirFréttablaðið/VilhelmHélt að lögfræði væri fyrir fólk í jakkafötum Verk- og listnámi mætti alveg gera hærra undir höfði,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala var í MH þegar hún komst inn í Leiklistarskólann, sem nú er Listaháskólinn. „Það er í raun afar sérstakt viðhorf hjá okkur að líta á stúdentspróf sem grunn fyrir allt framhaldsnám því þar eru margar greinar sem nýtast lítið sem ekkert þeim sem ætla sér í list- og verknám. Betur færi á að setja fleiri praktískar greinar inn í verknámið, svo sem tungumál, lífsleikni, og heimspeki til að efla gagnrýna hugsun,“ útskýrir Helga Vala sem kláraði ekki MH. „Ég hugsaði að leiklistin væri framtíðin og kláraði því ekki þau örfáu próf sem ég átti eftir í MH þetta vorið. Ég lauk Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hérlendis og í Bretlandi í tvö ár. Þá datt ég fyrir algjöra tilviljun inn í fjölmiðla og fékk fjölmiðlabakteríu mikla. Þar kynntist ég lögfræðinni af umfjöllun minni um mannúðarmál og stjórnmál, en lögfræðin var eitthvað sem ég hélt áður að væri fyrir annað fólk, svona fólk í jakkafötum,“ heldur hún áfram. Helga Vala sótti um inngöngu í HR, „með mitt háskólapróf úr Leiklistarskólanum sem og reynslu úr fjölmiðlum og komst inn, enn án stúdentsprófsins.“ Hún lauk laganámi, BA og svo master og hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá þeim degi. Helga Vala segir það algjöra tilviljun að hún hafi hætt að leika. „Þegar ég kom heim frá Bretlandi eftir að hafa leikið þar var ég ófrísk og sá ekki fram á að fara á svið. Sótti um starf á Bylgjunni og var komin í útsendingu síðar sama dag.“ Námið mitt og reynslan nýtast mér í mínu starfi enda er það að geta sett sig í spor annarra mikilvægur þáttur í leikhúsinu og dómhúsinu. Svo er ekki verra í málflutningi að geta látið heyrast í sér.“Sóley ElíasdóttirVísir/ErnirFílaði ekki hefðbundið nám Leiklistarbakterían var einhvern veginn alltaf í mér,“ segir Sóley Elíasdóttir, sem hætti námi í menntaskólanum Flensborg til þess að læra leiklist í London. „Ég var átján ára þegar ég fór út. Ég fílaði ekki þetta hefðbundna nám.“ Sóley segir að henni hafi legið mikið á. „Ég er blússandi ofvirk. Ég gat samt alveg lært og svona. Ég bara nennti því ekki og ákvað að fara í leiklistarnám strax.“ Sóley starfaði sem leikkona um nokkurt skeið, en söðlaði um og stofnaði eigið snyrtivörumerki, Sóley Organics. „Málið er að mitt nám hefur hjálpað mér mjög mikið í snyrtivörubransanum, sem snýst að miklu leyti um samskipti við fólk. Ég held að margar atvinnugreinar snúist um það. Mér finnst sú hugmynd að það eigi ein algild regla að vera um hvernig námi skuli háttað algjörlega fáránleg. Ef maður er ógeðslega góður að smíða, af hverju má maður þá ekki bara smíða? Ef þú ert lélegur í stærðfræði, af hverju er verið að pína þig? Það er dálítið eins og þegar höndin á örvhentu fólki var bundin fyrir aftan bak, svo þeir lærðu að skrifa með þeirri hægri.“ Hún segir að börn eigi að fá að blómstra. „Ef við viljum byggja upp réttlátt og fallegt samfélag, viljum við þá ekki hafa fólk sjálfsöruggt og ýta undir styrkleika þess? Þá held ég að samfélagið verði miklu sterkara. Þessir villingar sem voru þegar ég var í barnaskóla og unglingadeild voru flestir einhverjir snillingar í myndlist, eða einhverju, en fengu ekki að njóta sín eða rækta hæfileika sína í skólakerfinu okkar.“Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Stefáni.Vísir/ValliFólk sem hefur verknám að baki þarf ekki að kvíða atvinnuleysi Það yrði mörgum til gæfu ef þeir fengju aðgang að verk- og listnámi í stað skruddulesturs,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem hætti í menntaskóla og fór í leiklistarnám til Bretlands 17 ára. Þaðan lauk Steinunn námi tvítug. „Það skiptir sköpum að fá að hefja listnám þegar maður er reiðubúinn. Sjáðu leiklistarskólann – sem útskrifar bara karla og kerlingar. Mér finnst ótækt að hafa listnám eingöngu á háskólastigi.“ Steinunn Ólína átti farsælan feril sem leikkona. „Mig langaði að skrifa og víkka sjóndeildarhringinn. Leikhúslífið á Íslandi er krefjandi og var að mínu mati ekki bara lengur nógu æsandi fyrir mig. Mér fannst einfaldlega ekki gaman í vinnunni lengur. Ég reyndar byrjaði aftur að leika mér til skemmtunar og lék í tveimur sjónvarpsseríum sem fumsýndar verða í haust. Það var gaman.“ Í dag er Steinunn ritstjóri Kvennablaðsins, rekur vefverslanir og atast í markaðsmálum. „Leiklistarnám nýtist mér á fleiri en eina vegu. Leiklist snýst meðal annars um samskipti fólks og samskipti eru mitt áhugamál, ef svo má að orði komast. Ég er lítið í að sálgreina fólk en persónur leikbókmenntanna ganga aftur í samfélaginu og viðfangsefni góðra leikritahöfunda spegla samfélagið.“ Hún segir verkmenntaskólana eiga að ráða sér almennilega PR-fulltrúa. „Það er óskiljanlegt að verknám sé ekki eftirsóttara, eins og það er merkilegt að geta unnið með höndunum. Fólk sem hefur verknám að baki þarf ekki að kvíða atvinnuleysi.“ Hún segist samt ekki eiga von á róttækum breytingum í náinni framtíð. „Við erum með tilkomulítinn menntamálaráðherra sem er ekki líklegur til að breyta skólakerfinu á þann dramatíska hátt sem þyrfti.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. Þær eru sammála um að verk- og listnám nýtist vel á vinnumarkaði. Þeim finnst áhersla á bóknám barn síns tíma.Helga Vala HelgadóttirFréttablaðið/VilhelmHélt að lögfræði væri fyrir fólk í jakkafötum Verk- og listnámi mætti alveg gera hærra undir höfði,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala var í MH þegar hún komst inn í Leiklistarskólann, sem nú er Listaháskólinn. „Það er í raun afar sérstakt viðhorf hjá okkur að líta á stúdentspróf sem grunn fyrir allt framhaldsnám því þar eru margar greinar sem nýtast lítið sem ekkert þeim sem ætla sér í list- og verknám. Betur færi á að setja fleiri praktískar greinar inn í verknámið, svo sem tungumál, lífsleikni, og heimspeki til að efla gagnrýna hugsun,“ útskýrir Helga Vala sem kláraði ekki MH. „Ég hugsaði að leiklistin væri framtíðin og kláraði því ekki þau örfáu próf sem ég átti eftir í MH þetta vorið. Ég lauk Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hérlendis og í Bretlandi í tvö ár. Þá datt ég fyrir algjöra tilviljun inn í fjölmiðla og fékk fjölmiðlabakteríu mikla. Þar kynntist ég lögfræðinni af umfjöllun minni um mannúðarmál og stjórnmál, en lögfræðin var eitthvað sem ég hélt áður að væri fyrir annað fólk, svona fólk í jakkafötum,“ heldur hún áfram. Helga Vala sótti um inngöngu í HR, „með mitt háskólapróf úr Leiklistarskólanum sem og reynslu úr fjölmiðlum og komst inn, enn án stúdentsprófsins.“ Hún lauk laganámi, BA og svo master og hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá þeim degi. Helga Vala segir það algjöra tilviljun að hún hafi hætt að leika. „Þegar ég kom heim frá Bretlandi eftir að hafa leikið þar var ég ófrísk og sá ekki fram á að fara á svið. Sótti um starf á Bylgjunni og var komin í útsendingu síðar sama dag.“ Námið mitt og reynslan nýtast mér í mínu starfi enda er það að geta sett sig í spor annarra mikilvægur þáttur í leikhúsinu og dómhúsinu. Svo er ekki verra í málflutningi að geta látið heyrast í sér.“Sóley ElíasdóttirVísir/ErnirFílaði ekki hefðbundið nám Leiklistarbakterían var einhvern veginn alltaf í mér,“ segir Sóley Elíasdóttir, sem hætti námi í menntaskólanum Flensborg til þess að læra leiklist í London. „Ég var átján ára þegar ég fór út. Ég fílaði ekki þetta hefðbundna nám.“ Sóley segir að henni hafi legið mikið á. „Ég er blússandi ofvirk. Ég gat samt alveg lært og svona. Ég bara nennti því ekki og ákvað að fara í leiklistarnám strax.“ Sóley starfaði sem leikkona um nokkurt skeið, en söðlaði um og stofnaði eigið snyrtivörumerki, Sóley Organics. „Málið er að mitt nám hefur hjálpað mér mjög mikið í snyrtivörubransanum, sem snýst að miklu leyti um samskipti við fólk. Ég held að margar atvinnugreinar snúist um það. Mér finnst sú hugmynd að það eigi ein algild regla að vera um hvernig námi skuli háttað algjörlega fáránleg. Ef maður er ógeðslega góður að smíða, af hverju má maður þá ekki bara smíða? Ef þú ert lélegur í stærðfræði, af hverju er verið að pína þig? Það er dálítið eins og þegar höndin á örvhentu fólki var bundin fyrir aftan bak, svo þeir lærðu að skrifa með þeirri hægri.“ Hún segir að börn eigi að fá að blómstra. „Ef við viljum byggja upp réttlátt og fallegt samfélag, viljum við þá ekki hafa fólk sjálfsöruggt og ýta undir styrkleika þess? Þá held ég að samfélagið verði miklu sterkara. Þessir villingar sem voru þegar ég var í barnaskóla og unglingadeild voru flestir einhverjir snillingar í myndlist, eða einhverju, en fengu ekki að njóta sín eða rækta hæfileika sína í skólakerfinu okkar.“Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Stefáni.Vísir/ValliFólk sem hefur verknám að baki þarf ekki að kvíða atvinnuleysi Það yrði mörgum til gæfu ef þeir fengju aðgang að verk- og listnámi í stað skruddulesturs,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem hætti í menntaskóla og fór í leiklistarnám til Bretlands 17 ára. Þaðan lauk Steinunn námi tvítug. „Það skiptir sköpum að fá að hefja listnám þegar maður er reiðubúinn. Sjáðu leiklistarskólann – sem útskrifar bara karla og kerlingar. Mér finnst ótækt að hafa listnám eingöngu á háskólastigi.“ Steinunn Ólína átti farsælan feril sem leikkona. „Mig langaði að skrifa og víkka sjóndeildarhringinn. Leikhúslífið á Íslandi er krefjandi og var að mínu mati ekki bara lengur nógu æsandi fyrir mig. Mér fannst einfaldlega ekki gaman í vinnunni lengur. Ég reyndar byrjaði aftur að leika mér til skemmtunar og lék í tveimur sjónvarpsseríum sem fumsýndar verða í haust. Það var gaman.“ Í dag er Steinunn ritstjóri Kvennablaðsins, rekur vefverslanir og atast í markaðsmálum. „Leiklistarnám nýtist mér á fleiri en eina vegu. Leiklist snýst meðal annars um samskipti fólks og samskipti eru mitt áhugamál, ef svo má að orði komast. Ég er lítið í að sálgreina fólk en persónur leikbókmenntanna ganga aftur í samfélaginu og viðfangsefni góðra leikritahöfunda spegla samfélagið.“ Hún segir verkmenntaskólana eiga að ráða sér almennilega PR-fulltrúa. „Það er óskiljanlegt að verknám sé ekki eftirsóttara, eins og það er merkilegt að geta unnið með höndunum. Fólk sem hefur verknám að baki þarf ekki að kvíða atvinnuleysi.“ Hún segist samt ekki eiga von á róttækum breytingum í náinni framtíð. „Við erum með tilkomulítinn menntamálaráðherra sem er ekki líklegur til að breyta skólakerfinu á þann dramatíska hátt sem þyrfti.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira