Viking Stavanger og Vålerenga töpuðu bæði leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en bæði liðin töpuðu 1-0.
Indriði Sigurðsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking sem tapaði 1-0 gegn Odd Ballklubb.
Eina mark leiksins kom á 32. mínútu, en markið skoraði Fredrik Nordkvelle. Steinþór Freyr var tekinn af velli á 54. mínútu, en Björn Daníel Sverrisson sem er að snúa aftur eftir meiðsli sat á bekknum.
Elías Már Ómarsson spilaði síðustu þrettán mínúturnar fyrir Vålerenga sem tapaði 0-1 gegn Molde á heimavelli í dag. Per Egil Flo skoraði eina markið á þrettándu mínútu.
Viking er í þriðja sætinu með 37 stig, en Vålerenga er sæti neðar með stigi minna. Síðan koma Odd og Molda þar á eftir. Mikilvæg stig í súginn hjá toppbaráttuliðunum.
Viking og Vålerenga töpuðu mikilvægum stigum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





